‘Love me do’

11.maí.2015

Love me do

Strax í upphafi annar hófust æfingar á söngleiknum Love me do. Eins og oft áður er hér um að ræða samvinnuverkefni hjá Leikfélagi Hornafjarðar og FAS. Höfundur og leikstjóri verksins er Stefán Sturla Sigurjónsson. Söngleikurinn er byggður á lögum Bítlanna.
Það er stór hópur nemenda sem kemur að sýningunni. Leikarar eru um tuttugu og að auki koma nemendur að öðrum hefðbundnum störfum í leikhúsi s.s. hárgreiðslu og förðun. Tónlistin í leikritinu verður flutt af hljómsveit og hafa hljómsveitarmeðlimir æft á fullu undanfarnar vikur.
Frumsýning sem jafnframt er frumflutningur á verkinu verður í Mánagarði fimmtudaginn 19. febrúar. Sýningafjöldi er takmarkaður og því um að gera að taka frá tíma fyrir þennan spennandi viðburð.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...